Hver plataði mig í þetta?

september 12, 2009

Ég hlakka svo til að mæta í vinnuna eftir tæpa 5 tíma, jafnast ekkert á við 9-12 tíma vakt á grænmetislager í 3-5°C „hita“ á laugardagsnóttu!

Ef ég segi þetta nógu oft þá fer ég kannski að trúa þessu, ég hef tæpa 5 tíma til stefnu.

Back In Business

september 8, 2009

Jæja, tími til kominn að dusta rykið af lyklaborðinu. Svolítið síðan maður skrifaði eitthvað hérna inn síðast. Ég geri nú ráð fyrir að allir sem kíki hingað inn viti hvar ég er en fyrir þá sem ekki vita það þá er ég fluttur aftur til Stokkhólms til að klára meistaragráðu í verkfræði, nánar sagt Production Engineering and Management. Við erum fjórir Íslendingar í þessu námi ásamt haug af Írönum og Kínverjum og annarra þjóða kvikindum. Skólinn byrjaði sem sagt 31. ágúst en ég hætti að vinna 9. júlí. Tímanum þarna á milli eyddi ég í mikinn og erfiðan andlegan undirbúning.

Annars er bara allt gott að frétta héðan, Lapasinn mætti í heimsókn um helgina og tryllti lýðinn hérna í Stokkhólmi. Þessi ferð hans var góð blanda af menningu og skemmtun. Við kíktum á Teddybears tónleika (Cobrastyle með þeim er hresst lag) á fimmtudaginn og voru þeir mjög góðir, Robyn leit við og tók tvö lög með þeim. Svo fór föstudags- og laugardagskvöldið í tvö mjög góð partý, hið fyrra var afmælispartý hjá Erik félaga mínum og seinna var afmælispartý Teddýar.

Annað í fréttum er að ég er kominn með vinnu hérna úti. Vinn næturvinnu einu sinni í viku á grænmetislagernum hjá hinu merka fyrirtæki ETH Frukt & Grönt AB. Miðað við gengið í dag þá er ég með nákvæmlega 75.931 ISK á tímann.

Moment dagsins átti kennarinn í Materials Engineering þegar hann sagði að þetta væri hrikalega leiðinlegt (og hafði mjög rétt fyrir sér) þegar það var ein klukkustund eftir af deginum og hleypti öllum út í góða veðrið.

Sjáum hvort það verði rúm tvö ár í næstu færslu!

Rød grød med fløde!

maí 19, 2007

Húmor gærdagsins: Daninn sem sagði að til að tala hollensku þá þyrfti maður að troða kartöflu niður í hálsinn.

Blogg

apríl 21, 2007

Djöfull nenni ég ekki að skrifa neitt. Þeir sem vilja vita hvað er að frétta vinsamlegast hringið í mig.

Mæspeisaður

apríl 11, 2007

Andskotinn, Ari sigraði mig að lokum. Ég skráði mig á MySpace í gær, http://www.myspace.com/dadjan to see the glory. Á eftir að pimpa þetta samt. Ég skráði mig þarna samt aðallega til að skrá mig í Félag íslenskra Daða! Jæja, vill einhver vera vinur minn?

Snilld

apríl 10, 2007

Jæja þá er maður kominn aftur til Stokkhólms eftir frábæra skíðaferð en við komum aftur í bæinn síðastliðinn laugardag. Þetta var algjör snilldarvika, full af skíðum, gufu, bjór og góðum mat en Knútur frændi mætti einmitt á svæðið en hann er kokkur á Skólabrú. Baldur fór heim í gær en Knútur verður hér fram á fimmtudag. Hann handleggsbrotnaði reyndar á síðasta deginum, heppni í óheppni getur maður sagt. Þegar maður er brotinn á hægri þá er maður svoldið fatlaður og getur ekki gert mikið. Dæmi um það sem maður getur greinilega ekki gert er að sturta niður en það beið mín fallegur floater þegar ég kom heim úr skólanum í dag. Flottur Knútur!

Svikinn

mars 25, 2007

Við skelltum okkur hópur af Íslendingum á Damien Rice í gær og þvílíku snilldartónleikarnir. Hann byrjaði rosalega með The Professor og svo tók I Remember við. Best var samt þegar hann tók The Blower’s Daughter og spinnaði inn í það Creep með Radiohead, gott gæsahúðamoment. Svo eftir að hann var klappaður upp tók hann m.a. Cheers Darlin’ og Cannonball. Þetta var blanda af lögum af O og 9 en þó meira af lögum af O. Fáránlega góðir tónleikar í alla staði og það kom eiginlega á óvart hversu ótrúlega öfluga rödd hann er með, hann hélt sama krafti allan tímann og var það enginn smá kraftur. Vantaði kannski Lisa Hannigan með honum en ekkert stórmál það.

Ég var sem sagt ekki svikinn af tónleikunum. Svikin tengjast því að skipt var yfir í sumartíma í gær og töpuðu allir hér því einum klukkutíma. Við föttuðum þetta þegar við ætluðum að fara heim í gærkvöldi kl. 02. Klukkan var þá allt í einu orðin 03 og það eina sem maður var búinn að gera var að fara á tónleika og einn bar, fuss! Ég og Stebbi þurftum svo að taka næturstrætó heim og vorum ekki komnir heim fyrr en rúmlega 04. Bölvuð tímaskipti!

Annars er það bara skíðaferð til Sälen í næstu viku, 31. mars – 7. apríl! Félagi minn hérna ætlar að lána mér bílinn sinn þannig að það verður ekkert mál að komast á staðinn. Bíllinn er af gerð Skoda Felicia Kombi 1999 módel, sem sagt algjör eðalvagn og rýmir 5 manns og allt draslið sem með fylgir. Í skíðakofanum sem við erum búin að leigja er svo gufa sem verður kærkominn þegar maður kemur þreyttur inn úr brekkunum. Hugsanlega verða einn eða tveir bjórar opnaðir þar. Hugsanlega.

Slúður

mars 18, 2007

Lifandi Vísindi eru Séð og Heyrt vísindaheimsins og mannapinn er þeirra Fjölnir Þorgeirsson.

Besta MySpace síðan… ever

mars 15, 2007

http://www.myspace.com/felagislenskradada

Gott ef þetta verður ekki bara til þess að ég skrái mig á MySpace! Það sem náði mér var þessi hluti af stefnu þeirra:

„Útrýma þeim misskilningi að við heitum Davíð“

Heyr heyr!

Dagurinn í dag

mars 13, 2007

Veit einhver afhverju dagurinn í dag er svona frábær?